Auð-lesið efni er texti sem er skrifaður á skýru og ein-földu máli. Það er texti sem er auð-velt fyrir alla að lesa. Þá eru orðin ekki of löng. Ef orðin eru löng eru þau slitin í sundur með band-striki.
Til hvers?
-
Til að fá upplýsingar
-
Til að skilja betur fréttir, mikilvæg skjöl og upplýsingar
-
Til að vera hluti af samfélaginu
-
Til að vita réttindi okkar í samfélaginu
-
Til að geta ákveðið sjálf hvernig við viljum lifa lífi okkar
Auð-lesið efni nýtist fólki sem á erfitt með að lesa. Ef upp-lýsingar í sam-félaginu eru skrifaðar á auð-skildu máli geta allir nýtt sér upp-lýsingarnar.
Að þekkja réttindi sín og það sem lífið hefur upp á að bjóða getur ýtt undir sjálf-stæði manns.
Hvernig skrifar maður auð-lesinn texta?
-
Nota stuttar setningar
-
Hafa myndir til skýringar með textanum
-
Hafa lýsandi fyrirsögn sem passar við innihald textans.
-
Löngum orðum er skipt upp í minni einingar (Dæmi: Vinnumálastofnun : Vinnu- mála - stofnun)
-
Ekki nota skamm-stafanir. Nota frekar orðið eða orða-sambandið.
-
Nota orð sem eru algeng í daglegu tali. Ekki nota flókin orða- sambönd.
-
Útskýra skal flókin eða óalgeng orð.
(Gott er að nýta tæknina á netinu og hafa útskýringuna í nýjum glugga sem opnast ef maður ýtir á orðið)
-
Textinn verður að vera svartur á hvítum bak-grunni.
-
Letrið verður að vera stórt, auðskilið og skýrt.
-
Ekki nota númera-tölur. Nota frekar orðið eins og fimm, sextán eða tíu.
Ef það eru númeratölur að þá hafa þau skrifuð inn í ramma fyrir aftan.
Sem dæmi: “187 (hundrað - áttatíu og sjö) “
-
Gott er að láta lesa yfir auðlesna textann. Eða það sem er kallað að prófarka-lesa.
- Helst ætti að fá manneskju sem þarf að nýta sér auð-lesinn texta til að lesa yfir
og spyrja hvort að textinn sé nógu skiljan-legur.
Átak vill hvetja fyrir-tæki og frétta-miðla til að gera auð-lesinn texta og hafa á heima-síðum sínum
og frétta-síðum. Til dæmis væri hægt að hafa sérstakan dálk á horni vef-síðunnar sem flytur lesanda á aðra síðu þar sem hægt er að nálgast sama texta á auðlesnu málið.
Svipað eins og þegar maður velur annað tungu-mál á heima-síðum.
Kennslubók Styrktarfélagsins Ás um auðskilinn texta má skoða hér.
Nálgast má stillingar hér að ofan til að stækka letur og breyta lit síðunnar.
Auðlesinn mbl.is
Kosningavefur www.kosning.is
Átak hefur það á stefnu-skrá sinni að reyna að hafa áhrif í þá átt að fjölga auð-lesnum síðum.
Aðrir tenglar