Frikkinn

 

Frikkinn er viðurkenning sem Átak, félag fólks með Þroskahömlun veitir í desember ár hvert.

 

Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni, fyrsta heiðursfélaga Átaks. 

Viðurkenningin hefur verið veitt frá árinu 2015.

Viðurkenningin skal veitt þeim einstaklingi eða hópi sem hefur lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun og sem hefur unnið að því að veita aukin tækifæri og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.

Einhver sem hefur stuðlað að jöfnum rétti og auknum sýnileika fólks með þroskahömlun. 

Kallað er eftir tilnefningum til Frikkans á hverju ári fyrir desember mánuð. Hægt er að senda inn tilnefningar á atak@throskahjalp.is

 

 

Heiðursfélagar Átaks frá upphafi: 

 

2015  

Friðrik Sigurðsson

 

2016 

Hrefna Haraldsdóttir, Þroskaþjálfi

og Lára Björnsdóttir

2017  

 Halldór Gunnarsson.

 

2018 
Kristján Sigurmundsson
og María Hreiðarsdóttir 

 

2019

Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður  

 og Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra.