Gerður og Helga fengu Frikkann árið 2021

Frikkinn, heiðursverðlaun Átaks, félag fólks með þroskahömlun voru afhent í streymi á Alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember klukkan 20:00. Heiðursverðlaun Átaks hafa verið veitt frá árinu 2015. Viðurkenninguna skal veita þeim einstaklingi eða hópi sem hefur lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun og sem hefur unnið að því að veita aukin tækifæri og stuðla að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum. Einhver sem hefur stuðlað að jöfnum rétti og sýnileika fólks með þroskahömlun.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti heiðursverðlaunin ásamt formanni Átaks, Hauki Guðmundssyni. Streymið var aðgengilegt á Facebook síðu félagsins og heimasíðu félagsins. 

Í ár voru tveir heiðraðir af félaginu en það voru þær Gerður Aagot Árnadóttir og Helga Gísladóttir.

Gerður hefur sem formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar á árunum 2005-2013 vann markvisst að því að fólk með þroskhömlun væri sýnilegt og virkir þáttakendur í samfélaginu og að við alla ákvarðantöku væri leitað til fólks með þroskahömlun um skoðanir þeirra. Í störfum sínum bæði sem formaður Landssamtakana Þroskhjálpar og sem stjórnaformaður Fjölmenntar hefur Gerður unnið óeingjarnt starf við að efla starfsemi Átaks.

 

Helga hefur sem forstöðumaður Fjölmenntar tekið þátt í mörgum verkefnum sem hafa stuðlað að auknum tækifærum og fjölbreyttari vali fyrir fólk með þroskhömlun.

Í störfum sínum hefur Helga ávallt verið tilbúin til að fara nýjar leiðir til að fólk með þroskhömlun væri sýnilegt og virkir þátttakendur í samfélaginu í samráði við það sjálft og félög þeirra.