Lög Átaks

1.grein

Nafn og aðsetur

Félagið heitir Átak, félag fólks með þroskahömlun.

Félagið hefur aðsetur í Reykjavík.

 

2. grein

Markmið félagsins

Markmið félagsins eru:

  • að vinna að auknu sjálfræði fatlaðs fólks,
  • að vinna að jafnræði í samfélaginu,
  • að vinna að réttindum
  • að vinna samkvæmt samning Sameinuðu þjóðanna um

réttindi fatlaðs fólks.

  • að standa vörð um réttindi fólks með þroskahömlun og/eða

aðrar skyldar fatlanir.

  • að tryggja sýnileika fatlaðs fólks.
  • að tryggja samfélagslega þátttöku.

 

3. grein

Hverjir mega vera félagar?

Öll þau sem eru 16 ára og eldri geta gengið í félagið.

Öll þau sem vilja vinna að betra lífi fyrir fatlað fólk mega vera

félagar.

 

4.grein

Aðalfundur félagsins

Aðalfund félagsins skal halda fyrir 20. september á hverju ári.

Að minnsta kosti tveimur (2) vikum fyrir aðalfund skal félagið að

senda fundar-gögn til félagsmanna.

Fundar-gögn eru skjöl sem sýna:

  1. Dagskrá aðalfundar.
  2. Laga-breytingar: Útskýring á því hvernig breytingar á lögum

yrðu.

Stjórn Átaks á að tryggja að öll skjöl séu aðgengileg öllum

félagsmönnum.

 

5.grein

Dagskrá aðalfundar

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan
  3. Skýrsla um fjárhag samtakanna og samþykkt reikninga
  4. Kosning formanns félagsins
  5. Kosning varaformanns félagsins
  6. Kosning annarra stjórnarmanna
  7. Kosning fulltrúa nefndar
  8. Laga og trúnaðarnefnd
  9. Uppstillingar-nefnd
  10. Kosning skoðunarmanna
  11. Ákvörðun um árgjald
  12. Laga-breytingar og aðrar tillögur
  13. Önnur mál

 

6.grein

Kosningar í stjórn

Á aðalfundi er kosin stjórn. Félags-menn sem ekki komast á aðalfund geta kosið í gegnum síma á meðan fundi stendur. Uppstillingarnefnd metur hverju sinni hvernig útfæra skal framkvæmd síma-kosningar.

Þeir sem kjósa þurfa að vera skráðir í félagið.

Kjósa skal stjórn samkvæmt 6., 7. og 8. grein þessara laga,

uppstillingar-nefnd samkvæmt 10. grein og laga og eftirlitsnefnd

samkvæmt 11. grein.

 

7.grein

Kosning formanns, varaformanns, stjórnarmanna og varamanna

Í aðal stjórn Átaks eru 5 einstaklingar.

Til viðbótar eru 3 vara-menn.

Samtals eru 8 einstaklingar í stjórn.

Þeir eru:

  • formaður,
  • vara-formaður,
  • gjaldkeri,
  • ritari
  • meðstjórnandi

Kosningin skiptist í tvennt:

  1. Kosning formanns og varaformanns.
  2. Aðrir stjórnar-menn.

Þeir sem hljóta flest atkvæði verða hluti af stjórn félagsins.

Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórn með sér verkum.

Ef formaður þarf að hætta í stjórn, tekur vara-formaður við

skyldum formanns. Það gildir fram að næsta aðalfundi. Ritari

tekur við skyldum varaformanns.

Þrír einstaklingar eru kosnir varamenn.

Röð varamanna fer eftir hversu mörg atkvæði þeir fá.

  1. varamaður er sá sem fær flest atkvæði,
  2. varamaður er sá sem fær næstflest
  3. varamaður sá sem fær þriðju flest atkvæði.

Varamenn í stjórn hafa ekki atkvæðisrétt á stjórnarfundi.

Varamenn geta sett fram tillögur.

Varamenn mega tjá sig á fundum.

Eitt ár skal kjósa milli formanns (1), tveggja stjórnarmanna (2) og

eins varamanns (1).

Hitt árið skal kjósa varaformann (1), einn stjórnarmann(1) og tvo

varamenn (2) .

Hver stjórnar-maður situr í stjórn í 2 ár.

Hver stjórnarmaður má sitja í 4 kjörtímabil í einu.

4 kjör-tímabil eru 8 ár.

Þessi regla gildir um alla stjórnarmenn.

 

8.grein

Hverjir mega vera í stjórn?

Fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir má vera í stjórn.

Fólk sem er 18 ára og eldra má vera í stjórn.

 

9.grein

Ákvörðun um félags-gjald

Félags-gjald er ákveðið á aðal-fundi.

Félags-gjald segir til um hvað kostar að vera félagi í Átaki.

Félagsgjöld skal borga fyrir 1. apríl á hverju ári.

Félagsmenn sem eru yngri en 18 ára greiða ekki félagsgjald til

félagsins.

 

10.grein

Uppstillingar-nefnd

Þrír einstaklingar sitja í uppstillingar-nefnd. Þeir eru kosnir á

aðalfundi.

Uppstillingar-nefnd hefur það hlutverk:

  • að taka á móti framboðum í stjórn félagsins.
  • að taka á móti framboðum í nefndir félagsins.

Framkvæmdastjóri félagsins er starfsmaður nefndarinnar.

Formaður nefndarinnar tilkynnir fyrirkomulag kosninga á

aðalfundi.

 

11.grein

Laga og trúnaðarnefnd

Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna laga- og trúnaðarnefnd.

Nefndin er sjálfstæð í störfum.

Hlutverk nefndarinnar eru:

  • að fjalla um lagabreytingar,
  • að hafa eftirlit með störfum félagsins,
  • að hafa eftirlit með framkvæmd ákvarðana.

Nefndin velur sér formann á fyrsta fundi. Á fyrsta fundi setur

nefndin sér starfsreglur.

Framkvæmdastjóri félagsins er starfsmaður nefndarinnar. Nefndin

nýtur nefndin liðsinni óháðs einstaklings sem kemur úr röðum

fulltrúa heildarsamtaka fatlaðs fólks sem félagið á aðild að. Óháði

einstaklingurinn skalvalin í samráði við formann stjórnar félagsins.

 

12.grein

Framkvæmdastjóri

Stjórn hefur heimild til að ráða framkvæmdastjóri félagsins.

Starf framkvæmdarstjóra skal auglýst opinberlega.

Heimilt er að fá utanaðkomandi aðila til að halda utan um

ráðningarferli.

Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur samtakanna.

Daglegur rekstur skal vera í samræmi við stefnu og fyrirmæli

stjórnar.

Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða

meiri háttar.

Framkvæmdastjóri sér um starfsmannamál samtakanna. Hann

getur skuldbundið samtökin í málum sem eru innan hans

verksviðs.

Nánar um starfsskyldur skal kveða á um í ráðningarsamningi.

Stjórn er heimilt að setja nánari reglur um störf

framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri skal sjá um að bókhald samtakanna sé fært í

samræmi við lög og venjur.

Framkvæmdastjóri skal sjá um meðferð eigna samtakanna sé

með tryggilegum hætti.



13.grein

Heiðurs-viðurkenning félagsins, Frikkinn

Frikkinn er heiðurs-viðurkenning félagsins. Frikkinn skal veita á

hverju ári í kring um dagsetninguna 3. desember.

  1. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks.

Sá sem hlýtur heiðurs-viðurkenningu félagsins verður skráður

heiðursfélagi Átaks.

Heiðursfélagar Átaks greiða ekki félagsgjöld.

 

14.grein

Heimild til að stofna aðildarfélög.

Stjórn er heimilt að stofna undirfélög og/eða veita félögum sem

stofnuð eru með sama markmið og Átak, aðild að félaginu.

Stjórn setur sér verklagsreglur um slíkt fyrirkomulag.

 

15.grein

Reikningsár félagsins

Reikningsár félagsins er almanaksárið, 1. janúar til 31. desember.

Reikningar skulu skoðaðir af tveim skoðunar-mönnum.

Skoðunarmenn eru kosnir eru á aðalfundi.

 

16.grein

Slit félagsins

Ef félagið hættir þá þarf að kjósa um það á aðalfundi.

Til að slíta félaginu þurfa tvo þriðju fundarmanna (2/3) til að

samþykkja slitin.

Ef ákveðið verður að slíta félaginu ber aðal-fundi að sjá til þess að eigur félagsins verði nýttar til þess að að standa vörð um réttindi fólks með þroska-hömlun og/eða aðrar skyldar fatlanir.

 

17.grein

Hvernig breyta má lögunum

Þessum lögum má aðeins breyta á aðalfundi. Þá þarf að kjósa um

það.

Tveir þriðju fundarmanna aðalfundar (2/3), þurfa að samþykkja

breytinguna.



Þessum lögum var breytt á aðalfundi 2025 og öðlast gildi frá 20.

september 2025.