Í desember verða heiðursverðlaun Átaks afhent. Þau heita Frikkinn og eru veitt til einstaklings eða hóps sem hefur barist fyrir sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
Fimmtudaginn 13. október verður fundur fyrir félaga Átaks frá kl. 20:00 - 21:30. Fundurinn verður á Háaleitisbraut 13, 2. hæð.
Á fundinum verður fræðsla um notendaráð sem Helga Gísladóttir forstöðumaður Fjölmenntar verður með og síðan fara fram umr…