Aðalfundur Átaks var haldinn 20. september og var sannarlega fjörugur. Eftir spennandi kosningar í formannskjöri bar Jónína Rósa Hjartardóttir sigur úr bítum og er hún því nýr formaður Átaks. Sveinbjörn Benedikt Eggertsson var kjörinn varaformaður.
Á fundinum var einnig kosin ný stjórn Átaks, en hana skipa þau Atli Már Haraldsson, Úlfhildur G. Einarsdóttir, Elín Sigríður María Ólafsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Inga Hanna Jóhannsdóttir og Björgvin Kristbergsson voru kjörnir varamenn.
Stjórn Átaks þakkar Hauk, fráfarandi formanni, innilega fyrir hans ómetanlegaustörf. Haukur hefur setið í stjórn Átaks í átta ár og gegnt formennsku frá 2021. Á þeim tíma hefur hann verið óþreytandi talsmaður félagsmanna og unnið ötullega að því að auka sýnileika Átaks í samfélaginu. Hann lagði sérstaka áhersla á lvitundarvakningu, baráttuna fyrir námsframboði og að rödd félagsmanna fengi raunverulegt vægi.
Á fundinum voru einnig samþykktar tvær lagabreytingar, sem hægt er að skoða með því að smella hér.
Stjórn Átaks leitar að félagsmanni sem hefur áhuga á að taka þátt í skemmtinefnd Átaks. Áhugasamir eru hvattir til að senda tölvupóst á atak@okkaratak.is.