Frétta-föstudagar

Frétta Föstudagar er einn föstudag í mánuði 

það sem fatlað fólk fær tækifæri að koma sínu

á framfæri á ýmsum sviðum og miðlum.

Orð fatlaðs fólks er komið til skila með

greinargerð og myndbandsgerð.

Fólk ræður svo hvort það sé birt eða ekki. 

Á staðnum verða stjórnarmenn Átaks sem aðstoða fólk. 

Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu,

draumurinn er að Átak fái áfram styrk fyrir þessu verkefni. 

Mikilvægt er að fatlað fólk tali sjálft í stað fyrir annað fólk fyrir það. 

-Atli Már Haraldsson.