Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Markmiðið með herferðinni er að vekja enn meiri athygli almennings á réttindum fatlaðs fólks í samfélaginu, en réttindi fatlaðra einstaklinga eru oftar en ekki brotin. Öllum ber skylda til að kynna sér sáttmálann og þá sérstaklega fólk sem vinnur með fólki með fatlanir eða skyldar raskanir.

Myndböndin eru einnig hugsuð sem aðgengilegri miðill heldur en texti á blaði eða texti á tölvuskjá. 
Réttindi og mikilvægar upplýsingar eiga vera eins aðgengilegar og hægt er. 

Það er markmið Átaks að miðla upplýsingum, fræða félagsmenn,  beita sér fyrir því að farið sé eftir sáttmálanum og öðrum réttindum og vekja athygli á misrétti.