Þátt­tak­a í menn­ing­ar­líf­i, tóm­stund­a-, frí­stund­a- og í­þrótt­a­starf­i

Ína Owen Valsdóttir
Ína Owen Valsdóttir

Í fyrsta lið 30. grein samningsins er viður­kenndur réttur fatlaðs fólks til að taka þátt í menningar­lífi til jafns við aðra og að gera skuli við­eig­andi ráð­stafanir til þess að svo verði. Þar er til dæmis fjallað um að fatlað fólk eigi að njóta að­gengis og komast í til dæmis leik­hús, söfn, kvik­mynda­hús, bóka­söfn og á ferða­manna­staði. Þrátt fyrir að svo sé þá er til dæmis hjóla­stóla­að­gengi oft mjög slæmt á mörgum stöðum. 

Ég fór til dæmis einu sinni með vin­konu minni sem notar hjóla­stól í Þjóð­leik­húsið og þar voru all­staðar tröppur og hindranir svo við komumst lítið á­fram. Þá eru líka margar hindranir í mið­bæ Reykja­víkur og oft erfitt að komast um. Svo er líka oft skortur á upp­lýsingum til fatlaðs fólks og það veit kannski ekki um þá menningar­at­burði sem eru í boði, til dæmis hvað er í leik­húsinu, hvaða tón­leikar eru í boði eða í kvik­mynda­húsum. Þetta þarf að laga. 

Það er margt í boði hvað varðar tóm­stundir og í­þróttir fyrir fatlað fólk, til dæmis sund, boccia, borð­tennis, list­skautar, fót­bolti, keila og margt fleira. Fatlaðir Ís­lendingar hafa staðið sig vel á al­þjóða vett­vangi og unnið til margra verð­launa. Ég hef sjálf keppt í sundi og var Norður­landa­meistari árið 1985 í sundi. Það var gefandi og gaman taka þátt í því. Ég hef líka verið að­stoðar­sund­þjálfari hjá Öspinni sem er fyrir fötluð börn og ung­linga og svo er ég líka í stjórn special olympics. 

Þetta sýnir að það er ýmis­legt í boði en það er oftast í sér­úr­ræðum fyrir fatlað fólk og stundum fá fötluð börn ekki að vera með jafn­öldrum sínum í tóm­stundum og í­þróttum. 

Í 5. lið 30. greinar samnings Sam­einuðu þjóðanna kemur fram að það eigi að gera ráð­stafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að taka til jafns við aðra þátt í tóm­stunda,- frí­stunda-, og í­þrótta­starfi. Þá kemur fram að hvetja þurfi og efla þátt­töku fatlaðs fólks, eins og frekast er unnt, í al­mennu í­þrótta­starfi á öllum stigum. Jafn­framt að tryggja fötluðum börnum að­gang, til jafns við önnur börn, til að taka þátt í leikjum og frí­stunda­starfi meðal annars innan skóla­kerfisins. Það er því ekki alltaf verið að fara eftir þessum á­kvæðum samningsins þó að margt sé vel gert.

Undir­rituð er sendi­herra samnings Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, var Norður­landa­meistari í sundi árið 1985 og vinnur sem að­stoðar­sund­þjálfari fyrir fötluð börn og ung­linga hjá Öspinni auk þess sem hún er í stjórn Special Olympics.

Birt á vef Fréttablaðsins þann 1. 11. 18