Þegar alþingi undirritaði samning sameinuðu þjóðarinnar um réttindi fatlaðs fólks

Haukur og Árni Múli
Haukur og Árni Múli
Árni Múli hafði þetta að segja þegar hann var spurður út í samninginn:
Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er samningur sem mörg lönd gera sín á milli. Löndin segja með samningnum að þau séu sammála um að að í honum eru mikilvæg atriði sem við ætlum öll að stefna að og fara eftir. Sérstakur mannréttinda samningur sem snýst um fatlað fólk og að löndin ætli að lofa að fara eftir því sem stendur í samningnum. Aðstæður eru samt mismunandi í löndum. Sum lönd eru mjög fátæk og lítið um velferðarþjónustu svo það er kannski ekki jafn auðvelt fyrir öll ríki að fara eftir honum.
 
Hvernig er svona samningur gerður?
Þegar ríki Sameinuðu þjóðanna koma saman til að ná sáttum um hin og þessi mál var ákveðið að láta búa til svona samning. Svo hittust allskonar sérfræðingar frá hinum og þessum löndum í heiminum ásamt fötluðu fólki frá ýmsum löndum. Þau hittust oft til að ræða hvernig svona samningur þurfi að vera til þess að bæta stöðu, réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks. 
 
Til dæmis er rætt um réttinn til að fara í skóla eins og aðrir, réttinn til að stofna fjölskyldu eins og ófatlað fólk,  réttinn til að eignast hemili, réttinn til þess að þurfa ekki að þola kúgun eða ofbeldi, réttinn til að geta tjáð sig til jafns við aðra og svo framvegis. Þetta er allt tekið fram í samninginum og svo þegar það er búið að gera hann þá er hann tekinn upp og fulltrúar allra landanna koma saman og segja. 
 
“Eru þið tilbúin að lofa því að ykkar ríki ætli að reyna að gera það sem segir í samningnum?” Því næst kemur fulltrúi frá landinu og hann undirritar samninginn. En í undirritun Íslands árið 2007 var ekki tekið til neitt loforð og þá sagðist fulltrúi Íslands ætla að ræða við ríkisstjórnina og athuga hvort þau vildu ekki fullgilda samninginn. Ríkistjórnin leggur svo til að Alþingi Íslands fullgildi hann. En það var svo ekki fyrr en að árið 2016 þann 21.september, níu árum seinna að ríkisstjórnin fer með svokallaða þingsályktunar tillögu um það að Ísland ætti að fullgilda samninginn og var það samþykkt.
 
En af hverju tók svona langan tíma að fullgilda samninginn?
Að mínu mati dróst þetta svona lengi vegna þess að íslenska ríkstjórnin sagði alltaf að það þyrfti að breyta hinu og þessu í íslenskum lögum til þess að það væri örugglega í samræmi við það sem segir í samningnum. Sem er alveg rétt að gera. En þetta tók hins vegar allt of langan tíma að mínu mati. 
 
Ísland var mjög seint að fullgilda samninginn miðað við flest önnur ríki í heimi. Það voru lang flest ríki í heiminum búin að fullgilda samninginn á meðan við loksins gerum það árið 2016. Maður hlýtur að spurja sig hvort það sé vegna þess að réttindi fatlaðs fólks hafi ekki verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum. Eins og þau hefðu minni áhuga á þessu málaflokki.
 
En núna er búið að fullgilda samninginn. Þannig að núna er hann orðin skuldbilding við önnur ríki og Ísland þarf auðvitað að standa sig til þess að að fatlað fólk á íslandi fái þau réttindi sem eru í samningnum. Samningurinn er ekki enn komin í lög á Íslandi, það er ekki búið að lögfesta hann. Það þýðir til dæmis að ef fatlaður einstaklingur telur sig ekki fá þann rétt sem segir í samningnum, getur hann ekki farið fyrir íslenska dómstóla og fengið dæmt í málinu. 
 
Lokaorð
Ég vona að þig hafið haft gaman að lesa og fræða ykkur í leiðinni um þessa sýn Árna Múla á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.