Átak á ráðstefnu Inclusion Europe

Í seinustu viku tók Átak, félag fólks með þroskahömlun þátt í ráðstefnu Inclusion Europe í Brussel, sem bar heitið End segregation eða Bindum enda á aðskilnað. 

Inga Hanna Jóhannesdóttir stjórnarkona í Átaki fór á ráðstefnuna fyrir hönd félagsins, ásamt Birnu Guðmundsdóttur verkefnastjóra og Unni Helgu Óttarsdóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Inclusion Europe eru samtök sem vinna að réttinda- og hagsmunamálum fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra í Evrópu.

Meðal þess sem rætt var um á ráðstefnunni voru atvinnumál fólks með þroskahömlun, stofnanavæðing og slæmar afleiðingar þess að fatlað fólk búi á stofnunum og leiðir til að efla aktívista í eigin baráttu. 

Um 200 manns voru á ráðstefnu Inclusion Europe. Þar á meðal fólk með þroskahömlun, aðstandendur, aktívistar og fagfólk. 

Meira um Inclusion Europe hér: http://www.inclusion-europe.eu/