Átak heldur fund á Selfossi

Kort af Íslandi sem sýnir hvar fundirnir verða haldnir.
Kort af Íslandi sem sýnir hvar fundirnir verða haldnir.

Laugardaginn þann 7. apríl mun Átak halda fund með fötluðu fólki og ráðamönnum í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Þetta er fyrsti fundurinn af fjórum sem Átak mun halda víðsvegar um landið. Með þessu verkefni vill Átak bæði hvetja fatlað fólk til þátttöku í sveitastjórnarkosninunum og jafnframt hvetja sveitarfjélögin að stofna notendaráð fyrir fatlað fólk. Þannig munum við geta komið að borðinu þegar fjallað er um mál sem varar okkur í okkar sveitarfélagi. Við hjá Átaki munum kynna fyrir fólki hvernig haga beri samráði ásamt því að útskýra hvernig hægt sé að stofna og vera með notendaráð með fötluðu fólki.

Þau sveitarfélög sem við komum til með að heimsækja eru Selfoss, Akureyri, Ísafjörður og svo munum við halda loka fundinn í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningar í vor.

Fundurinn á morguni verður haldinn í félagsheimili Ungmennafélags Selfoss Tíbrá frá klukkan 13:00 til 16:30. Fundurinn mun vera streymaður live á Facebook síðu okkar https://www.facebook.com/atakfelagfolks/. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér. Við vonumst ykkur sem sem flest!