Átak hlaut styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðherra

Haukur Guðmundsson formaður Átaks og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tak…
Haukur Guðmundsson formaður Átaks og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra takast í hendur.

Fyrir stuttu hlaut Átak, félag fólks með þroskahömlun og aðrar skyldar raskanir, styrk að upphæð 2.500.000 kr. frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra. 

Styrkurinn er veittur til að Átak geti haldið úti almennri starfsemi sinni.

Átak mun nýta styrkinn til halda áfram baráttu sinni fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar skyldar raskanir.

Styrkurinn mun þannig nýtast til  að halda úti kröftugri starfsemi, svo sem með almennum verkefnum sem falla undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. T.d. varðandi samráð og þátttöku fatlaðs fólks í stefnu og ákvörðun stjórnvalda um málefni þess, aðgengismál og vitundarvakningu.

Átak þakkar Guðmundi Ingi Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra kærlega fyrir stuðninginn.