Átak með erindi á málþingi Þroskaþjálfafélags Íslands

 

Haukur Guðmundsson, nýkjörinn formaður Átaks, og Inga Hanna Jóhannesdóttir, stjórnarmaður, héldu erindi á málþingi Þroskaþjálfafélags Íslands fimmtudaginn 23. september. 


Málþingið fjallaði um réttindabaráttu. 

 

Haukur og Inga Hanna fjölluðu um réttindabaráttu Átaks, hvernig hún væri búin að ganga og hvernig framtíðarplön Átaks væru. 

 

Þau voru líka beðin um að svara spurningum um það hvernig þroskaþjálfar geta stutt við réttindabaráttu fólks með þroskahömlun. 

 

Haukur og Inga Hanna gerðu erindi sitt í samvinnu við stjórn Átaks. Þau stóðu sig vel á málþinginu og voru félaginu til sóma. 

 

Málþing Þroskaþjálfafélag Íslands fór fram á Hilton Hoteli og var það að mestu leyti sent út í streymi til félagsmanna.