Í gær fór fram málþing í Þjóðleikhúsinu um samfélagsleg áhrif birtingarmynda í sviðslistum.
Málþingi var haldið á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Alls voru frumfluttar 10 framsögur og síðan var boðið upp á pallborðsumræður þar sem rætt var um hvernig mætti tryggja inngildingu og stöðu fatlaðra í sviðslistum.
Ólafur Snævar Aðalsteinsson, félagsmaður í Átaki, og leiklistarmaður flutti ræðu fyrir hönd Átaks en Haukur Guðmundsson var fundarstjóri á fundinum ásamt Margréti M. Norðdahl.
Önnur framsöguerindi fluttu Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri frá Þroskahjálp, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Elín S.M. Ólafsdóttir, frá List án landamæra, Þorsteinn Sturla Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, frá Tabú, Karl Ágúst Þorbergsson, sviðslistamaður, Sigríður Jónsdóttir, söngvari og meðlimur í Tabú, Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, fjölmiðlakona og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, sviðshöfundur.
Flestir af þeim sem fluttu framsöguerindi voru fatlað fólk en óhætt er að segja að erindin hafi verið afar áhrifamikil.
Vonandi mun umræða síðustu daga og málþingið leiða til frekari samræðna og umbóta til framtíðar í sviðslistum og samfélaginu.