Formaður Átaks og formaður Þroskahjálpar skrifuðu undir samstarfs-samning í dag. Samstarfs-samningurinn er samningur þar sem Átak og Þroskahjálp sam-þykkja að starfa saman. Þroskahjálp og Átak skrifa undir nýjan samstarfs-samning á hverju ári.
Í samningnum segir til dæmis:
Samstarf Átaks og Þroskahjálpar styður Átak í hlutverki sínu. Hlutverk Átaks er að gæta hags-muna félags-manna sinna. Félags-menn Átaks er fólk með þroska-hömlun og/eða aðrar skyldar raskanir.
Átak vinnur að skemmtilegum verkefnum sem bæta lífskjör félagsmanna sinna.
Stjórn Átaks þakkar Þroskahjálp fyrir stuðninginn.