Félagafundur fimmtudaginn 13. okt. - Öll velkomin

Fimmtudaginn 13. október verður fundur fyrir félaga Átaks frá kl. 20:00 - 21:30. Fundurinn verður á Háaleitisbraut 13, 2. hæð. 

Á fundinum verður fræðsla um notendaráð sem Helga Gísladóttir forstöðumaður Fjölmenntar verður með og síðan fara fram umræður.

Notendaráð snýst um að sveitarfélög vinni með fötluðu fólki við  að skipuleggja þá aðstoð sem hver og einn þarf. Það á að spyrja fatlað fólk um hvernig þjónustu það vill fá. 

Í öllum sveitarfélögum eiga að vera notendaráð þar sem fatlað fólk hittist og talar saman um hvað skiptir máli í lífinu. Fulltrúar í notendaráði tala fyrir fatlað fólk á svæðinu þar sem notendaráðið er.

Á fundinum verða léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin!