Frikkinn afhentur í streymi árið 2021

Stjórn Átaks hefur ákveðið að í ár verði Frikkinn, heiðursverðlaun Átaks, afhent í streymi í gegnum netið vegna samkomutakmarkana og fjölda Covid smita í samfélaginu. 

Frikkinn verður afhentur föstudaginn 3. desember á Alþjóðadegi fatlaðra klukkan 20:00. 

Því miður gat stjórn Átaks ekki boðið félagsmönnum sínum upp á jólagleði í ár út af fjölda smita en stjórnin vonar að Átak geti boðið upp á nýársgleði í staðinn. 

Frikkinn, heiðursverðlaun Átaks verða samt afhent í ár sem eru mjög gleðilegar fréttir. 

 

Heiðursverðlaun Átaks hafa verið veitt frá árinu 2015 en þá fékk Friðrik Sigurðsson verðlaunin og eru þau nefnd eftir honum. 

Viðurkenningin á að gefa þeim einstaklingi eða hópi sem hefur lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun og sem hefur unnið að því að veita aukin tækifæri og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.

Einhver sem hefur stuðlað að jöfnum rétti og auknum sýnileika fólks með þroskahömlun. 

 

Streymið eða live útsendingin verður send út frá Facebook viðburði Átaks en það verður líka hægt að horfa á það hér á þessari heimasíðu. 

Það er hægt að  finna viðburðinn á Facebook með því að ýta hér

En það verður líka boðið upp á jólahugvekju frá Guðný Hallgrímsdóttur, presti fatlaðra, ávarpi frá formanni Átaks og jólatónlist.