Heimsókn í Háskóla Íslands

Í dag hélt stjórn Átaks kynningu um félagið í Háskóla Íslands. Nemendur í salnum voru á 2. ári í starfs-tengdu diplóma-námi fyrir fólk með þroska-hömlun.

Stjórn Átaks kynnti næstu við-burði félagsis. Það verður vor-grill í maí. Vor-grillið verður auglýst á vef-síðu Átaks.

Fulltrúar Átaks voru:

  • Gísli Björnsson: varamaður stjórnar.
  • Haukur Guðmundsson: formaður stjórnar.
  • Inga Hanna Jóhannesdóttir: varamaður stjórnar.

 

Á myndinni eru: Haukur, formaður. Inga Hanna, varamaður. Gísli, Varamaður. Heiða, aðstoðarmaður.

Stjórn Átaks kynnti áherslu-mál félagsins. Þau eru:

  • Að fólk með þroska-hömlun ráði sínu lífi sjálft
  • Að fólk með þroska-hömlun hafi sömu réttindi og öll.
  • Að fólk með þroska-hömlun sé sýni-legt á öllum sviðum sam-félagsins
  • Að tryggja lífs-gæði fólks með þroska-hömlun.
  • Að tryggja réttindi fólks með þroska-hömlun.
  • Að fólk með þroska-hömlun vinni meira að réttinda-málum sínum sjálft.

Öll sem vilja taka þátt í starfi félagsins eru hvött til þess að fylgjast með fréttum á vef-síðunni.

Stjórn Átaks þakkar góðar mót-tökur.