Heyr raddir okkar! Ráðstefna í Austurríki

Í vikunni var haldin ráð-stefna á vegum Inclusion Europe. Ráðstefnan var kölluð ‘’Heyr raddir okkar!’’.

 

Á ráðstefnunni hittust fulltrúar frá átján löndum í Evrópu.  Þar var rætt um pólitíska þátt-töku fólks með þroska-hömlun. Fulltrúarnir voru allir talsmenn sjálfs-ákvörðunar-réttar (sem er rétturinn til að ákveða sjálfur hvernig maður vill haga lífi sínu).

 

Ráðstefnan var í þrjá daga, frá miðvikudegi til föstudags. Ráðstefnan var haldin í borginni Graz í Austurríki. Átak sendi tvo fulltrúa fyrir sína hönd á ráðstefnuna. Það voru þau Haukur Guðmundsson, vara-formaður Átaks og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, aðstoðar-maður stjórnar Átaks.

Á ráð-stefnunni voru haldnar alls konar vinnu-smiðjur um réttinda-mál,
um sjálfs-ákvörðunar-rétt, pólitíska þátt-töku, auðlesið efni, um aðgengi og um mann-réttindi. Þar voru fyrirlesarar frá alls kyns löndum í Evrópu.

 

Fyrsta daginn völdu fulltrúar Átaks vinnu-smiðju þar sem Thibeau Bastien frá Belgíu fjallaði um rannsókn sína. Hann vinnur launaða rannsóknar-vinnu í háskóla og er þar að rannsaka vinnu-staði og fyrirtæki sem hafa starfs-fólk með fatlanir eða þroska-hamlanir. Hann sagði í fyrirlestri sínum að hann væri bara að rannsaka almennan vinnumarkað. Hann sagði að með rannsókn sinni hafa fleiri fyrirtæki ákveðið að ráða inn fjölbreyttara starfsfólk. Margir sem voru í vinnu-smiðjunni sögðu að það mætti bæta starfs-kjör fólks með þroska-hömlun á hinum almenna vinnu-markaði. Einnig mættu fyrirtæki í öllum löndum vera duglegri að bjóða fólki með þroska-hömlun og fólki með fötlun vinnu.

 

Á degi tvö fórum við í vinnu-smiðju með Andreas Zehetner frá Þýskalandi en hann fjallaði um auðlesið efni. Þar var rætt hvernig væri hægt að gera auðlesið efni og hvort það væri nógu mikið af auðlesnu efni til í hverju landi. Í lokin var talað um hvað við myndum vilja að stjórnmálamenn myndu gera til að bæta sig í þessu tiltekna máli. En stjórnmálamenn eru oft mjög óaðgengilegir í tali og mættu gera meira auðlesið efni. Þá sérstaklega þegar það er kominn tími á kosningar. Margir geta átt erfitt með að skilja allar upplýsingar sem þeir fá. Þá getur verið erfiðara fyrir fólk að taka ákvörðun sem snýr að lífi þeirra. Einnig mættu yfirvöld leggja meiri pening í það að bæta við auðlesnu efni.

 

Eftir hádegi fórum við í vinnu-smiðju hjá Matthias Grasser og Werner Wiechenthaler sem fjölluðu um mannréttindi og hvernig sé hægt að leita ráða ef manni finnst vera brotið á réttindum manns. Þar kom fram að margir upplifa mikið mis-rétti og finnst vera brotið á mann-réttindum sínum í daglegu lífi. Til dæmis eiga margir erfitt því það er lélegt aðgengi  á mörgum stöðum og þá einnig eiga margir erfitt með að nálgast upplýsingar sem eru skiljanlegar.

 

Á degi þrjú var rætt um mikilvægi þess að nýta rétt sinn til að kjósa í kosningum. Þar kom fram að í mörgum löndum halda sumir sem eru með þroska-hömlun að þeir megi ekki kjósa. Margir sem voru á ráðstefnunni sögðu líka að það væri stundum erfitt að taka ákvörðun um hvað þeir vilja kjósa. Það er vegna þess að þeir fá ekki allar upplýsingar sem þeir þurfa.

 

Síðan kom Xavier Orno frá Spáni og sagði okkur frá því þegar hann bauð sig fram í kosningum til borgar-stjórnar. Hann vildi tala fyrir þá sem væru með þroska-hömlun. Hann hvatti aðra sem eru með þroska-hömlun að vera óhræddir og taka þátt í pólitík.

 

í lok ráðstefnunnar voru endurtekin slag-orðin sem eru svo mikilvæg í umræðu um þátt-töku fatlaðra og fólks með þroska-hömlun: Ekkert um okkur án okkar!