Jólagleði Átaks og afhending Frikkans

Hin árlega jólagleði Átaks verður haldin sunnudaginn 10. desember klukkan 15:00 - 16:30. Staðsetningin er Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Það er lyfta á staðnum og gott aðgengi. 

Eliza Reid mun fagna þar með okkur og segja nokkur orð. Frikkinn, heiðursverðlaun Átaks, verður veittur og boðið verður upp á léttar veitingar. 

Ekki þarf að vera félagsmeðlimur til að mæta, allir velkomnir!

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.