„Hvað ertu að fara að kaupa þér fyrir þetta um mánaðarmót? Ekki mikið. Nei vá, mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst þetta bara vanvirðingi. Þetta þarf að laga líka,“ sagði oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík,
Sanna Magdalena Mörtudóttir þegar
Sveinbjörn Eggertsson spurði hana út í laun sem sumt fatlað fólk fær sem starfar í vinnu- og virkniúrræðum á vegum borgarinnar.
Kosningasjónvarp Átaks er byrjað. Frá og með deginum í dag mun Átak sýna viðtöl sem tekin voru við oddvita níu flokka sem bjóða fram fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí.