Leiðarþing og Aðalfundur 2017

Aðalfundur 2016
Aðalfundur 2016

Laugardaginn 8. apríl 2017 verður haldið Leiðarþing sem fjallar um Lífssögur fatlaðs fólks.  

 

Það byrjar kl 10:00, í Odda, stofu 201, Sturlugötu 3, 101 Reykjavík

 

Aðalfundur Átaks, félags fólks með þroskahömlun verður einnig haldinn þann 8. apríl á sama stað kl 15:30

 

Á Aðalfundinum verður farið yfir hvað Átak hefur verið að gera og svo verður kosinn nýr formaður og varamenn í stjórn.

 

Tillaga uppstillingarnefndar um framboð og tillaga að lagarbreytingu mun verða sett á lesa.is viku fyrir fundinn.

 

Það verður hægt að fylgjast nánar með undirbúningi og dagsskrá á www.lesa.is.

 

Skráning á Aðalfundinn og Leiðarþingið fer fram hér.

 

Skráning er hér

 

Endilega skráið ykkur fyrir 5. apríl.

 

Þið getið fengið aðstoð við skráningu ef þið þurfið með því að hringja í síma 857-7769 eða senda tölvupóst á atak@thorskahjalp.is

 

Stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun