Mánaðarlegur miðvikudagur 22 febrúar 2017

Mynd af Andra Valgeirssyni tekin af menn.is
Mynd af Andra Valgeirssyni tekin af menn.is

ÁTAK  stefnir að því að funda með fulltrúum frá helstu fjölmiðlum landsins. Ætlunin er að ná samtali við fjölmiðlafólk um orðaræðu og umfjöllun í fjölmiðlum um fólk með þroskahömlun. 

Sá fundur verður haldinn í april næstkomandi. 

Til þess að hann verði sem áhrifaríkastur þurfum við á leiðsögn að halda frá fólki með þroskahömlun. 

 

  • Hvernig viljum við láta tala um okkur? 
  • Hvaða orð eiga fjölmiðlar að nota? 
  • Hvað er mikilvægt að komist til skila?

 

Í ljósi þess að við hjá Átaki höfum verið að birta brot út lífssögum fólks með þroskahömlun í fjölmiðlum mun Guðrún V. Stefánsdóttir dósent við Háskóla Íslands koma og fjalla stuttlega um hvernig hún hefur skrifað lífssögur út frá röddum fólks með þroskahömlun. Hún mun einnig ræða um ýmis álitamál eins og til dæmis hver á að vera höfundur og hvernig fólkið birtist í sögunum? 

 

Við boðum félagsmenn og alla sem hafa áhuga á að mæta til fundar næsta miðvikudag þann 22. febrúar til að undirbúa þennan mjög svo mikilvæga fund með fjölmiðlum. 

 

Ykkar ábendingar og hugmyndir skipta öllu máli.