Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016

Hópurinn samankominn á tröppum Höfða að lokinni afhendingu síðast liðinn þriðjudag
Hópurinn samankominn á tröppum Höfða að lokinni afhendingu síðast liðinn þriðjudag

Mannréttindaverðlaunin eru veitt félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. 

 

Þórunn Ólafsdóttir hlautMannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016

 

Þórunn hefur verið við sjálfboðastörf á eynni Lesbos frá því í ágúst á síðasta ári þar sem hún hefur barist fyrir mannréttindum fólks á flótta.

 

Þórunn hefur líka frætt almenning á Íslandi um þær erfiðu aðstæður sem bíða flóttafólks við komuna til Evrópu

 

,,Mannréttindi eru pólitísk ákvörðun."

 

,,Réttindi sem formæður  okkar og feður þurftu að berjast fyrir og geta verið tekin af okkur, brotin og hunsuð á margvíslegan hátt - af stjórnvöldum, atvinnurekendum eða samborgurum."  

 

Sagði Hildur Karen Sveinbjarnardóttir sem situr í stjórn Akkeris

Að lokinni afhendingu Mannréttindaverðlaunanna úthlutuðu Magnús Már Guðmundsson og Sabine Leskopf fulltrúar í mannréttindaráði, styrkjum mannréttindaráðs til 20 verkefna.


Átak, félag fólks með þroskahömlun fékk kr 300.000,- í styrk til að standa fyrir stoltgöngu. 


Helga Pálína Sigurðardóttir sem er í stjórn Átaks tók á móti styrknum frá mannréttindaráði .

Öll fréttin