Nýr formaður kosinn hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun

Mynd: Þorstein Víglundsson
Mynd: Þorstein Víglundsson

Aðalfundur Átaks, félag fólks með þroskahömlun var haldin í dag og var Snæbjörn Áki Friðriksson kosin nýr formaður félagsins.

 

Leiðarþing félagsins var einnig haldið fyrr um daginn þar sem ályktun var samþykkt um að leggja áherslur á að safna lífssögum fólks með þroskahömlun. 

 

Um 30 manns sóttu bæði aðalfund og leiðarþingið og var mikið málefnastarf unnið á Leiðarþinginu í tengslum við lífssögur fólks með þroskahömlun.

 

Þorsteinn Bachmann las upp lífssögu og ávarpaði Þorsteinn Víglundsson, félags og jafnréttismálaráðherra þingið. Eygló Harðardóttir sá um fundarstjórn ásamt Hauki Guðmundssyni  og Helgu Pálínu Sigurðardóttur.

 

Góð um

ræða var í málefnavinnunni og var eftirfarandi ályktun samþykkt á þinginu:

 

Ályktun Leiðarþings, Átaks, félag fólks með þroskahömlun

Leiðarþing Átaks 2017 kallar eftir því að að raddir fatlaðs fólks fái að heyrast meira í samfélaginu.  Mikilvægt er að fólk með þroskahömlun fái stuðning við að láta þær heyrast og hafi áheyrendur til að hlusta á þær.

 

Fundurinn telur að lífssögur fatlaðs fólks eigi að hljóma miklu meira og styður fundurinn stjórn félagsins til að vinna markvisst af því á árinu að koma þeim út í samfélagið.

 

Mikivægt er að stjórnvöld styðji við þetta ver

kefni og styðji við sjálfstæði fólks og þá fjölbreytileika. Þetta á við alla þætti í lífi fatlaðs fólks en þó einkanlega búsetu og atvinnumál.

 

Samfélag án aðgreiningar er markmiðið !

 

Leiðarþing Átaks, félag fólks með þroskahömlun 2017