Opið bréf frá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun til menntamálaráðherra

Það er til háborinnar skammar að neita einstaklingum um skólavist. Þetta er klárt mannréttindabrot. Réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Þeir sem eru með fötlun eiga rétt á viðeigandi aðstoð í skóla og almennt í lífinu. Átak, félag fólks með þroskahömlun fordæmir þessa ákvörðun skólanna og krefst þess að menntamálaráðherra taki á þessu. Það á ekki að skipta máli hvar einstaklingarnir búa. Það að neita einstaklingum um eðlilegt líf og um námsmöguleika er brot á réttindum þeirra. Við erum að sjá þetta allt of oft gerast.
Einu sinni er einum of oft.

Stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun