Vilt þú vera með í stjórn Átaks?

Aðal-fundur Átaks er 20.september.
Á aðal-fundi hittist félags-fólk og
talar um hvernig árið gekk
og kýs nýja stjórn.

Vilt þú bjóða þig fram
í stjórn Átaks?

Hvað gerir fólk í stjórn Átaks?

  • Hittist á fundum 2x í mánuði
  • Skipuleggur  viðburði
  • Talar fyrir réttindum fólks með þroska-hömlun
  • Tekur ákvarðanir


Vilt þú bjóða þig fram? 

  • Allir félagsmenn Átaks geta boðið sig fram í stjórn
  • Þú sendir upplýsingar um þig á atak@okkaratak.is 
  • Mætir svo á aðalfund Átaks þannn 20.september á Háaleitisbraut 13, 4.hæð
    og tekur þátt í kosningu.

 

Við hlökkum til að sjá þig! 

Stjórn Átaks