Viltu þú tilnefna einhvern til Frikkans, heiðursverðlauna Átaks?

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti heiðursverðlaunin árið 2021. Verðlaunin fengu þær Ger…
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti heiðursverðlaunin árið 2021. Verðlaunin fengu þær Gerður Aagot Árnadóttir og Helga Gísladóttir.

Í desember verða heiðursverðlaun Átaks afhent. Þau heita Frikkinn og eru veitt til einstaklings eða hóps sem hefur barist fyrir sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.


Vilt þú tilnefna einhvern? Sendu tilnefningu á frikkinnverdlaun@gmail.com fyrir 20. nóvember næstkomandi og rökstuðning með.