Ekki er gert ráð fyrir stórum hóp fatlaðs fólks á ferðamannastöðum.

Átak félagsfólks með þroskahömlun hefur núna í sumar farið á ýmsa ferðamannastaði á suðvesturlandi til að kanna aðgengi að þeim fyrir fólk með fatlanir.

Niðurstöður hópsins liggja nú fyrir og er áhugavert að sjá að ekki er gert ráð fyrir stórum hóp fatlaðs fólks.

Á sumum stöðum er aðgengi í einhverjum skilningi fyrir fólk sem notar hjólastól en aðgengi fyrir sjónskerta/blinda eða þroskahamlaða er mjög takmarkað. Eins hafa orðið litlar úrbætur á vissum stöðum þrátt fyrir að staðirnir hafi verið teknir út af sérfræðingum fyrir einhverjum árum. Mikilvægt er að gerðar verði úrbætur á þessu sem allra fyrst til þess að fatlað fólk fái tækifæri að ferðast um landið.

Hægt er að nálgast skýrsluna hjá Átaki félag fólks með þroskahömlun í prenti en hér er rafræn útgáfa. Nánari upplýsingar hjá Aileen S. Svensdóttur, formanni (857-7769) og Venný Hönnudóttur, verkefnastjóra (776-6543).