Fundað með Forseta Íslands

Haldinn var mikilvægur fundur með Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu hans á Staðastað. Á fundinum var talað um mikilvægi þess að fólk með þroskahömlun sé haft með í ráðum um sín málefni.

Ég og stjórnmálin

Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir upp á vegg.