Átak heldur kosningarfund á Ísafirði

þriðji fundur í verkefni Átaks til að efla lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks og hvetja sveitarfélög til að stofna notendaráð, verður haldinn á Ísafirði þann 12. maí næstkomandi. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og verður haldin á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu við Hafnarstræti 1.