Það er ekki í lagi að alþingismenn geri grin af fötluðu fólki! - Yfirlýsing stjórnar Átaks

Átak félag fólks með þroskahömlun finnst ekki allt í lagi að alþingismenn tali um fatlað fólk af vanvirðingu. Það skiptir ekki máli hvort fólk sé búið að drekka áfengi eða ekki. Maður á ekki að tala um annað fólk eins og fréttir dagsins segja að hópur þingmanna hafi gert.

Höldum upp á 25 ára afmæli Átaks á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember

Átak heldur upp á 25 ára afmæli sitt á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember í sameiginlegri dagskrá með Ási styrktarfélagi og Landssamtökunum Þroskahjálp.

Þátt­tak­a í menn­ing­ar­líf­i, tóm­stund­a-, frí­stund­a- og í­þrótt­a­starf­i

Í fyrsta lið 30. grein samningsins er viður­kenndur réttur fatlaðs fólks til að taka þátt í menningar­lífi til jafns við aðra og að gera skuli við­eig­andi ráð­stafanir til þess að svo verði. Þar er til dæmis fjallað um að fatlað fólk eigi að njóta að­gengis og komast í til dæmis leik­hús, söfn, kvik­mynda­hús, bóka­söfn og á ferða­manna­staði. Þrátt fyrir að svo sé þá er til dæmis hjóla­stóla­að­gengi oft mjög slæmt á mörgum stöðum.