Jólafundur Átaks og Frikkinn 2017

Á sunnudaginn stendur Átak fyrir hinum árlega jólafundi. Á fundinum mun Forseti Íslands í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember 2017 afhenta Frikkann 2017 og á eftir verða svo léttar kaffiveitingar í boði fyrir gesti. Allir félagsmenn og aðrir velkomnir að koma og fagna með okkur.

Að skilja vilja og vilja skilja

Hvernig er hægt að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að fara með sjálfræði sitt? Um þetta fjallar ráðstefna réttindavaktar velferðarráðuneytisins 24. nóvember næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík.