Ágústa Erla, formaður Átaks er látin

Ágústa Erla Þorvaldsdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lést á Landspítalanum 23. ágúst síðastliðinn.

Átak tekur viðtal við forsetaframbjóðendur

Sunnefa Gerhardsdóttir og Jónína Rósa Hjartardóttir úr stjórn Átaks tóku á dögunum viðtal við Guðna Th. Jóhannesson og Guðmund Franklín Jónsson. Þeir eru báðir að bjóða sig fram til forseta í kosningu sem fer fram næsta laugardag 27. júní 2020.

Aðalfundi Átaks verður frestað

Áríðandi tilkynning frá stjórn Átaks. Aðalfundur Átaks, sem átti að halda núna í maí, verður frestað um óákveðinn tíma.

RÚV með fréttir á auðskildu máli

RÚV hefur ákveðið að gefa út fleiri fréttir á auðskildu máli.

Upplýsingar um Kórónaveiruna á auðskildu máli

Hér er hægt að nálgast upplýsingar sem gerðar hafa verið um kóróna veiruna, Covid-19 á auðskildu máli.

Opið bréf frá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun til menntamálaráðherra

Opið bréf frá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun til menntamálaráðherra og stjórnvalda um mál Eyþórs Inga og Freys Vilmundarsonar

Ný myndbönd kynna sáttmála Sameinuðu þjóðanna

Átak hefur sett af stað herferð til að vekja athygli á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Réttindagæsla fatlaðra á næsta fræðslukvöldi Átaks

Mánudaginn 27. janúar verður fyrsta fræðslukvöld Átaks á nýju ári. Þá mun réttindagæsla fatlaðra mæta og svara spurningum og fræða okkur um réttindagæsluna.