Skapandi atvinnu-tækifæri hjá Reykjavíkurborg

Rekur þú fjöl-breyttan vinnustað eða gengur þú með skapandi verkefni í maganum? Reykjavíkurborg er núna að leita að samstarfi við fyrirtæki eða fólk sem vilja bjóða upp á atvinnu fyrir fólk með fatlanir. Óskað er eftir samstarfsaðilum sem eru til í að skapa fólki með skerta starfs-getu tækifæri til að taka virkan þátt í atvinnu-lífinu.