Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016

Átak, félag fólks með þroskahömlun fékk kr 300.000,- í styrk frá mannréttindinaráði til að standa fyrir stoltgöngu. Helga Pálína Sigurðardóttir sem er í stjórn Átaks tók á móti styrknum frá mannréttindaráði.

Auðlesið efni um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Á vefnum er birt auðlesið efni um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna forsetakosninganna 25. júní. Efnið var unnið í samvinnu við Átak, félag fólks með þroskahömlun. Fulltrúar félagsins lögðu til drög að efni sem síðan var unnið úr af starfsmönnum ráðuneytisins.

Fatlaðir þolendur kynferðisbrota

Málþing á vegum Háskólans í Reykjavík þriðjudaginn 24. maí 2016 kl. 13-17 í stofu V-101 í samstarfi við Ákærendafélagið, Barnahús og Stígamót

Mánaðarlegur Miðvikudagur

Miðvikudaginn 11. maí boðar Átak til fundar um orlofsmál. Fulltrúar í nefnd um orlofsmál verða á fundinum. Þau svara spurningum og segja okkur frá hvaða rétt við eigum. Allir velkomnir.