Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks!

Við erum ekki að biðja um að við fáum meiri mannréttindi en annað fólk heldur þau sömu og að borin sé virðing fyrir okkar rétti.

Ekki er gert ráð fyrir stórum hóp fatlaðs fólks á ferðamannastöðum.

Á sumum stöðum er aðgengi í einhverjum skilningi fyrir fólk sem notar hjólastól en aðgengi fyrir sjónskerta/blinda eða þroskahamlaða er mjög takmarkað.

Við göngum á ólíkan hátt – en öll í sömu átt.

Stoltgangan fer fram í fyrsta sinn laugardaginn 3. september. Við leggjum af stað kl. 11:30 frá Austurvelli og göngum að Norræna Húsinu á Fund fólksins.

Formaður tekinn til starfa hjá Átaki, félags fólks með þroskahömlun

Stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun ákvað á fundi sínum í sumar að efla starf félagsins og leggja áherslu á að það sé fatlað fólk sem er í forsvari fyrir félagið. Var því Aileen ráðin sem formaður í 50% starf til 30. apríl 2017.

Við göngum á ólíkan hátt – en öll í sömu átt !

Við eigum rétt á því að fá þá aðstoð og munum stolt óska eftir henni. Þroskahömlun okkar er aðeins hluti af lífi okkar og á ekki að koma í veg fyrir að við getum lifað góðu og sjálfstæðu lífi.

Er allt sem sýnist?

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Sólheima hefur verið í umræðunni að undanförnu. Við fögnum áhuga forseta okkar allra á málefnum fatlaðs fólks og frumkvæði hans að tala máli minnihlutahópa og hlusta á þá.

Skrifstofa Átaks farin í fríið

Skrifstofa Átaks verður lokuð framyfir Verslunnarmannahelgi. Byrjum svo að skipuleggja vetrar-dagskránna þegar við erum búin í sumarfríi. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Myndbandið komið á YouTube

Frambjóðendur svara streymið er komið á aðgengilegt form fyrir áhugasama. Margt áhughugavert að sjá þar og hvernig frambjóðendur orða hlutina þegar þeir ræða við fatlað fólk.

Samtal við fatlað fólk

Átta frambjóðendur mættu á fundinn Frambjóðendur svara hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Frambjóðendur svöruðu spurningum af bestu getu, en hafa trúlega fræðst heilmikið sjálfir.

Frambjóðendur svara - LIVE

Fundur frambjóðenda til forseta Íslands hefst kl 15:20. Allir velkomnir á Grand Hótel, en þeir sem ekki komast geta horft hér á vefnum og sent inn spurningar þar.