Þátt­tak­a í menn­ing­ar­líf­i, tóm­stund­a-, frí­stund­a- og í­þrótt­a­starf­i

Í fyrsta lið 30. grein samningsins er viður­kenndur réttur fatlaðs fólks til að taka þátt í menningar­lífi til jafns við aðra og að gera skuli við­eig­andi ráð­stafanir til þess að svo verði. Þar er til dæmis fjallað um að fatlað fólk eigi að njóta að­gengis og komast í til dæmis leik­hús, söfn, kvik­mynda­hús, bóka­söfn og á ferða­manna­staði. Þrátt fyrir að svo sé þá er til dæmis hjóla­stóla­að­gengi oft mjög slæmt á mörgum stöðum.

Óskum eftir tilnefningum til Frikkans 2018

Frikkinn er viðurkenning sem Átak, félag fólks með Þroskahömlun, veitir 3. desember. Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni, fyrsta heiðursfélaga Átaks. Tilnefningar skulu berast fyrir 4. nóvember 2018 á netfangið fridrik@throskahjalp.is

Átak heldur kosningarfund á Ísafirði

þriðji fundur í verkefni Átaks til að efla lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks og hvetja sveitarfélög til að stofna notendaráð, verður haldinn á Ísafirði þann 12. maí næstkomandi. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og verður haldin á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu við Hafnarstræti 1.

Átak heldur fund á Selfossi

Laugardaginn þann 7. apríl mun Átak halda fund með fötluðu fólki og ráðamönnum í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Þetta er fyrsti fundurinn af fjórum sem Átak mun halda víðsvegar um landið.

#ÉG LÍKA

Næsta mánudag 29. janúar kl 20:00 á Háaleitisbraut 13 verður mánaðarlegur mánudagur og munu Ragna Björg frá Bjarkahlíð og Hrafnhildur Snæfríðadóttir Gunnarsdóttir vera með erindi þar um #metoo og þjónustu Bjarkarhlíðar fyrir fólk með þroskahömlun.

Gleðilegt árið 2018

Stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun óskar öllum nær og fjær, félagsmönnum og velunnurum gleðilegt nýtt ár og farsældar á komandi ári 2018. Hlökkum til að starfa með ykkur á nýju ári.

Gleðileg Jólin

Átak, félag fólks með þroskahömlun óskar félagsmönnum sínum, velunnurum og öðrum gleðileg jól. Megi þau vera hátíðleg og full af kærleika um land allt.

Forseti Íslands, verndari Átaks, afhenti Halldóri Gunnarssyni viðurkenninguna, Frikkann, árið 2017.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti hann Halldóri Gunnarssyni viðurkenninguna fyrir hönd Átaks. Forsetinn sagði einnig frá því í ávarpi sínu að hann hefði fallist á að verða verndari Átaks, félags fæolks með þroskahömlun.

Jólafundur Átaks og Frikkinn 2017

Á sunnudaginn stendur Átak fyrir hinum árlega jólafundi. Á fundinum mun Forseti Íslands í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember 2017 afhenta Frikkann 2017 og á eftir verða svo léttar kaffiveitingar í boði fyrir gesti. Allir félagsmenn og aðrir velkomnir að koma og fagna með okkur.

Að skilja vilja og vilja skilja

Hvernig er hægt að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að fara með sjálfræði sitt? Um þetta fjallar ráðstefna réttindavaktar velferðarráðuneytisins 24. nóvember næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík.