09.10.2021
Landsþing Landssambandanna Þroskhjálp var í dag 9. október. Átak er aðildarfélag að landssamböndunum Þroskahjálp. Haukur Guðmundsson formaður Átaks var fundarstjóri á landsþinginu.
01.10.2021
Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, hélt erindi fyrir kennaranema í Listaháskóla Íslands
01.10.2021
23. september 2021 voru fulltrúar frá stjórn Átaks með erindi á málþingi Þroskaþjálfafélags Íslands. Þar fjölluðu þau um réttindabaráttu Átaks.
13.09.2021
Átak tók viðtöl við stjórnmálaflokkana sem bjóða sig fram til alþingis í kosningum árið 2021.
13.09.2021
Aðalfundur Átaks fyrir árið 2021 fór fram laugardaginn 11. september. Á fundinum var ný stjórn Átaks kosin. Haukur Guðmundsson var kosinn formaður Átaks.
10.08.2021
Aðalfundur Átaks verður haldinn laugardaginn 11. september ef samkomutakmarkanir leyfa.
Fundurinn verður klukkan 16:00 til klukkan sirka 19:00.
06.07.2021
Nú er verið að leita að félögum í Átaki sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn. Aðalfundur Átaks fer fram í haust:
Dagsetning aðalfundar verður nánar auglýst síðar. Ef þú hefur áhuga vinsamlegast hafðu samband við uppstillinganefnd á netfangið fridrik@throskahjalp.is.
27.08.2020
Ágústa Erla Þorvaldsdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lést á Landspítalanum 23. ágúst síðastliðinn.
25.06.2020
Sunnefa Gerhardsdóttir og Jónína Rósa Hjartardóttir úr stjórn Átaks tóku á dögunum viðtal við Guðna Th. Jóhannesson og Guðmund Franklín Jónsson. Þeir eru báðir að bjóða sig fram til forseta í kosningu sem fer fram næsta laugardag 27. júní 2020.
07.05.2020
Áríðandi tilkynning frá stjórn Átaks. Aðalfundur Átaks, sem átti að halda núna í maí, verður frestað um óákveðinn tíma.