25.03.2024
Páskabingó Átaks fór fram í gær, pálmasunnudag. Mikil stemning var í húsinu og vinningar ruku út. Meðal vinninga voru gjafabréf á veitingastaði, páskaegg, bollar, bækur, skartgripir, púsluspul og gjafabréf í leikhús. Salurinn var stútfullur en setið var í hverju einasta sæti í salnum þar sem bingóið var haldið, á Háaleitisbraut 13. Ljóst er að næsta bingó verður haldið í stærri sal.
Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, var bingóstjóri og Atli Már, meðstjórnandi, sá um tækni.
11.03.2024
Pálmasunnudaginn 24. mars klukkan 15:00 fer páskabingó Átaks fram á Háaleitisbraut 13.
13.12.2023
Þann 10. desember var jólagleði Átaks haldin hátíðleg, auk þess voru heiðurverðlaun Átaks veitt Eiríki Smith réttindagæslumanni
27.06.2023
Ragnar Smárason verkefnastjóri og Kristín Björnsdóttir prófessor við Háskóla Íslands kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar um fatlað fólk og Covid-19 heimsfaraldurinn.
25.10.2022
Í desember verða heiðursverðlaun Átaks afhent. Þau heita Frikkinn og eru veitt til einstaklings eða hóps sem hefur barist fyrir sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
18.10.2022
Ritsmiðja fyrir félaga Átaks: Leikur að skrifum. Allir velkomnir!
12.10.2022
Í gær fór fram málþing í Þjóðleikhúsinu um samfélagsleg áhrif birtingarmynda í sviðslistum.