Mánaðarlegur Miðvikudagur #fyrir Birnu

Á mánaðarlegum miðvikudegi á morgun 25/1 kemur Guðný Hallgrímsdóttir prestur til að ræða um málefni sem tengjast Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið mjög erfitt fyrir marga. Allir sem vilja eru velkomnir.

Mánaðarlegur miðvikudagur 22 febrúar 2017

Átak boðar til undirbúningsfundar miðvikudaginn 22. februar næstkomandi.

Gleðilegt nýtt árið 2017

Stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar stundirnar á liðnu ári 2016. Megi óskir ykkar og draumar verða markmið ársins 2017.

Gleðileg Jól

Átak, félag fólks með þroskahömlun óskar öllum gleðilegra jóla og væntir að í samfélagi margbreytileikans eigi fólk ánægjulega og gleðilega jóla hátíð.

Auðskilið Alþingi

Á stysta degi ársins afhentu stjórn Átaks og Sendiherrar samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks öllum þingmönnum og Aiþingi Íslendinga bókin ,,hvernig á að gera auðskilinn texta" og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk á auðskyldu máli.

Hrefna og Lára fengu Frikkann 2016

,,Frikkinn 2016" heiðursviðurkenning Átaks, félag fólks með þroskahömlun var veittur á Jólafundi Átaks, félagi fólks með þroskahömun og í ár voru það Hrefna Haraldsdóttir og Lára Björnsdóttir sem voru útnefndar heiðursfélagar Átaks.

Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást

Það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er !

Fundað með Forseta Íslands

Haldinn var mikilvægur fundur með Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu hans á Staðastað. Á fundinum var talað um mikilvægi þess að fólk með þroskahömlun sé haft með í ráðum um sín málefni.

Ég og stjórnmálin

Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir upp á vegg.

Í dag kjósum við okkar framtíð

Í dag laugardaginn 29. október 2016 kjósum við nýtt fólk á Alþingi Íslendinga. Átak, félag fólks með þroskahömlun hefur með virkum hætti tekið þátt í aðdraganda kosninga.